Skinkuhorn

Fyrsta uppskriftin af mörgum, skinkuhorn.

Hjálmari Inga finnst ekkert þægilegra en að eiga brauðmeti í frysti sem hann getur svo bara skellt í öbbann í smá stund og borðað án frekari fyrirhafnar.

Þetta er þægilegasta uppskrift að skinkuhornum sem ég hef notast við. Hún er bæði einföld og það er gott að vinna með deigið. Sílíkonmotta gerir það enn þægilegra og eftir að ég fór að baka glútenfrítt hef ég ekki getað sleppt mottunni.

Það er hægt að leika sér endalaust með deigið, ég hef gert pizzasnúða, ostaslaufur og fleira. Hefingin gerir gæfumuninn, svo ég mæli með því að stytta ekki tímann.

Í uppskriftina þarf:

 • 3 dl grísk jógúrt
 • 3 dl volgt vatn
 • 1 pk þurrger
 • 3 msk fiberhusk
 • 1 tsk salt
 • 1 tsk sykur
 • 6 msk olía
 • 1 pk Semper fínt mjöl
 • (1 egg til að pensla með)
 • (Rifinn ostur/sesamfræ/krydd)
 1. Hrærið vel saman í hrærivél öllu nema olíunni og mjölinu en setjið 3 msk af mjölinu með.
 2. Bætið olíunni og restinni af mjölinu við og hrærið vel.
 3. Látið lyfta sér í 20 mínútur.
 4. Skiptið deiginu í 2 hluta og fletjið út í hring. Skerið svo í 8 hluta með pizzahnífi og setjið þá fyllingu í sem þið kjósið, hér er ég með beikonsmurost og skinku. Ég set ríkulega af smurostinum, þá verða hornin svo miklu safaríkari og betri. Rúllið svo upp og setjið á plötu.
 5. Látið lyfta sér í 15-20 mínútur (já aftur!), helst á hlýjum stað.
 6. Penslið með eggi (líka hægt að nota mjólk) og stráið yfir rifnum osti eða öðru, allt eftir smekk.
 7. Bakið í miðjum ofni við 220°C í 16-20 mínútur.
 8. Njótið!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s